Þýðing á ljóðinu A Dream Within A Dream eftir Edgar Allan Poe 1809 - 1849

A Dream Within A Dream

Take this kiss upon the brow!
And, in parting from you now,
Thus much let me avow-
You are not wrong, who deem
That my days have been a dream;
Yet if hope has flown away
In a night, or in a day,
In a vision, or in none,
Is it therefore the less gone?
All that we see or seem
Is but a dream within a dream.

I stand amid the roar
Of a surf-tormented shore,
And I hold within my hand
Grains of the golden sand-
How few! yet how they creep
Through my fingers to the deep,
While I weep- while I weep!
O God! can I not grasp
Them with a tighter clasp?
O God! can I not save
One from the pitiless wave?
Is all that we see or seem
But a dream within a dream?

 


Draumur innan draums

Þiggðu þennan koss á ennið!
Og að skilnaði við þig núna
leyf mér þetta viðurkenna –
Þú hefur ekki á röngu að standa
sem telur daga mína hafa verið draum;
en hafi vonin flogið burt
að nóttu eða degi til,
í hugsýn eða ekki neinu,
er hún þess vegna síður farin?
Allt það sem við sjáum eða okkur sýnist
er ekki nema draumur innan draums.

Ég stend mitt í gnýnum frá
brimkvalinni strönd,
og ég held í minni hendi
kornum af gullnum sandi –
Hve fá! en samt þau renna
mér úr greipum niður í djúpið,
á meðan ég græt – á meðan ég græt!
Ó Guð! get ég ekki haldið þeim
með fastara taki í hendi?
Ó Guð! get ég ekki bjargað einu
frá vægðarlausri öldunni?
Er allt það sem við sjáum eða okkur sýnist
ekki nema draumur innan draums?

 


Þýðing á ljóðinu I Hear America Singing

Walt Whitman 1819 – 1892

 

 

I Hear America Singing.

 

 

I hear America singing, the varied carols I hear,

Those of mechanics, each one singing his as it should be blithe

and strong,

The carpenter singing his as he measures his plank or beam,

The mason singing his as he makes ready for work, or leaves off

work,

The boatman singing what belongs to him in his boat, the deck-

hand singing on the steamboat deck,

The shoemaker singing as he sits on his bench, the hatter singing

as he stands,

The wood-cutter´s song, the ploughboy´s on his way in the morn-

ing, or at noon intermission or at sundown,

The delicious singing of the mother, or of the young wife at work,

or of the girl sewing or washing,

Each singing what belongs to him or her and to none else,

The day what belongs to the day – at night the party of young

fellows, robust, friendly,

Singing with open mouths their strong melodious songs.

 

1860 1867

 

 

Ég heyri Ameríku syngja

 

Ég heyri Ameríku syngja, ég heyri margs konar söngva,

þá sem vélvirkjar syngja, hver og einn syngur sinn söng eins og hann á að vera,

glaðlegur og kröftugur.

Ég heyri smiðinn syngja sinn söng meðan hann mælir plankann eða bjálkann,

múrarann syngja sinn söng þegar hann býst til vinnu eða hættir

að vinna,

bátsmanninn syngja um það sem hann á í bátnum, hásetann syngja

á þilfari gufubátsins,

skósmiðinn syngja meðan hann situr á bekk sínum, hattarann syngja

þegar hann stendur.

Ég heyri söng skógarhöggsmannsins, plógdrengsins á leið til vinnu í morgun-

sárið, eða í hádegishléinu eða við sólarlag,

yndislegan söng móðurinnar, eða ungu konunnar við vinnu sína,

eða söng stúlkunnar við sauma eða þvott.

Hver og einn syngur um það sem tilheyrir honum eða henni og engum öðrum,

um daginn það sem tilheyrir deginum – á kvöldin syngur hópur ungra manna,

tápmikilla, vinalegra,

háum rómi sína kröftugu melódísku söngva.

 

 

 

 

 

 

 


Þýðing á ljóðinu The Wayfarer

Stephen Crane

1871 - 1900

 

 

The Wayfarer

 

The wayfarer,

Perceiving the pathway to truth,

Was struck with astonishment.

It was thickly grown with weeds.

“Ha,” he said,

“I see that none has passed here

In a long time.”

Later he saw that each weed

Was a singular knife.

“Well, he mumbled at last,

“Doubtless there are other roads.”

 

 

 

 

Vegfarandinn

 

Vegfarandinn

sem var að skoða leiðina til sannleikans

varð furðulostinn.

Hún var þéttvaxin illgresi.

„Aha!” sagði hann,

„ ég sé að enginn hefur farið hér um

langalengi.”

Seinna sá hann að hvert illgresi

var sérkennilegur hnífur.

„Jæja,” muldraði hann að lokum:

„Það eru áreiðanlega aðrar leiðir.”

 

 


Um bloggið

Vilhjálmur Gunnarsson

Höfundur

Vilhjálmur Gunnarsson
Vilhjálmur Gunnarsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 3803

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband